Ástralska leikkonan Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina. Brúðkaupið var leynilegt en það fór fram í Byron Bay í Ástralíu þar sem nánasta fjölskylda brúðarhjónanna var saman komin.
Margot staðfesti hjónabandið á Instagram síðu sinni með ansi skemmtilegri mynd af hringnum hennar. Fyrstu myndir af brúðarkjólnum hafa nú litið dagsins ljós. Hann var ansi glæsilegur en einfaldur. Margot var með berar axlir í afslöppuðum hvítum kjól með hárið tekið upp. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. Ekki er vitað hver hannaði kjólinn.
Glamour