Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól Benedikt Bóas hinriksson skrifar 22. desember 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
„Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent