Bílaframleiðsla í Bretlandi aukist um 10% í ár Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 11:34 Honda verksmiðja í Bretlandi. Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Brexit Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent
Þrátt fyrir vandræði Breta vegna útgöngu úr Evrópusambandinu gengur vel í bíliðnaðinum þar í landi. Bílaframleiðsla hefur aukist um 9,6% á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra. Auk þess hefur vélaframleiðsla í landinu aukist um 7,7%, en um 20% í nóvember einum. Á þessum fyrstu 11 mánuðum ársins voru framleiddir 1.613.495 bílar og voru 78% af þeim fluttir úr landi. Í nóvember einum jókst bílaframleiðsla um 12,8% (169.247 bílar) og hefur verið stígandi í aukningunni frameftir árinu. Því má búast við áframhaldandi aukningu í bílaframleiðslu í Bretlandi á næsta ári. Að sögn forsvarsmanna bílaframleiðenda í Bretlandi þykir það gæðamerki að bílar séu framleiddir í Bretlandi og með lækkandi gengi breska pundsins verður framleiðsla Bretlands enn eftirsóknarverðari. Fyrstu 11 mánuðina hafa verið framleiddar 2,4 milljónir véla í Bretlandi og því talsvert meiri vélarframleiðsla þar en í bílum og það þýðir að mikið af vélum eru framleiddar til útflutnings. Sala bíla í Evrópu hefur ekki verið meiri síðan árið 2007 og á það stærstan þátt í aukinni bílaframleiðslu í Bretlandi. Sala í álfunni var 13.937.339 bílar á fyrstu 11 mánuðum ársins og því má búast við 15,2 milljón bíla sölu og 6,8% aukningu á milli ára. Bílasala í Bretalandi hefur aukist um 2,9% í ár. Til samanburðar munu ríflega 17 milljón bílar seljast í Bandaríkjunum í ár og um 25 milljón bílar í Kína, stærsta bílasölulandi heims.
Brexit Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent