Hætti sem blaðamaður á Mbl.is eftir að frétt var tekin úr birtingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 16:00 Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum. Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Charles Gittins, sem starfað hefur sem fréttamaður á Iceland Monitor á Mbl.is undanfarin tæp tvö ár, hætti störfum á miðlinum á miðvikudaginn. Ástæðan var ágreiningur milli hans og yfirstjórnar Árvakurs, útgáfufélags Mbl.is og Morgunblaðsins, vegna fréttaskrifa. Frétt sem Gittins skrifaði á Iceland Monitor á þriðjudaginn með fyrirsögninni „Cross Iceland of your list travellers advised“ var tekin úr birtingu af Kristni Tryggva Þorleifssyni, framkvæmdastjóra Mbl.is. Varað við Íslandi Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland sem einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári. Ísland sé einfaldlega orðið of töff. Ferðamenn séu fleiri en almennir borgarar. Í staðinn væri sniðugt að fara til Nýja-Sjálands og minnsta á líkindi landanna hvað við kemur jöklum, eldfjöllum og goshverum. Gittins var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti því störfum. Fyrir lá að hann myndi hætta fréttaskrifum um áramótin. Gittins, sem vakið hefur athygli fyrir sjálfboðaliðastörf sín og hve hratt hann hefur lært íslensku, skrifaði í kveðjubréfi til samstarfsmanna að ágreiningur hefði orðið til þess að hann hætti störfum fyrr en ætlað var án þess þó að fara í þaula út í ástæðurnar. Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri Mbl.is og sá sem tók fréttina úr birtingu, vildi ekki svara því hver væri eiginlegur ritstjóri Iceland Monitor. „Iceland Monitor er bara vefrit á Mbl.is,“ segir Kristinn. „Þú getur lesið um það á vefnum.“ Skellti á blaðamann Ekki er að finna á Iceland Monitor hver sé fréttastjóri eða ritstjóri vefritsins. Nokkrir blaðamenn eru nefndir til sögunnar, þar á meðal Charles Gittins, auk framkvæmdastjórans Kristins. Aðspurður hvers vegna fréttin var tekin úr birtingu segist Kristinn ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Var hann í framhaldinu tregur til að svara frekari spurningum blaðamanns og endaði á að skella á. Flestir auglýsendur á Iceland Monitor, og öðrum íslenskum fréttasíðum á ensku, eru úr ferðamannabransanum. Ekki náðist í Charles Gittins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 16:25Við þetta má bæta að frétt um umfjöllun Business Insider var skrifuð á íslensku á Mbl.is klukkustund áður en sama frétt var skrifuð á Iceland Monitor, og síðar fjarlægð. Frétt Mbl.is lifir góðu lífi á vefnum.
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Heimsóknarvinir Rauða krossins rjúfa félagslega einangrun en Charles, sem hefur heimsótt hundrað og þriggja ára gamla konu síðustu tvö ár, segir samveruna gefandi fyrir þau bæði. 20. desember 2016 21:00