Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2016 21:00 Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira