Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Innanlandsflugi hefur verið aflýst vegna veðurs.
Innanlandsflugi hefur verið aflýst vegna veðurs. vísir/ernir
Öllu áætlunarflugi innanlands hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er búist við stormi um allt land í dag og á morgun.

Hitaskil ganga yfir landið í dag með rigningu og asahláku. Á vef Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til þess að hreinsa frá niðurföllum til þess að forðast vatnstjón.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er mjög hvasst á Reykjanesbrautinni og á Snæfellsnesi. Á Reykjanesbrautinni er vindhraðinn allt að 24 til 26 metrar á sekúndu og vindáttin suðlæg og liggur því þvert á veginn. 

Útlit er fyrir áframhaldandi hvassviðri næstu daga og allt fram á nýársdag.

Uppfært kl. 11:05

Einu millilandaflugi hefur verið aflýst í dag. Flugið sem um ræðir er flug SAS frá Keflavík til Kaupmannahafnar en fyrirhuguð brottför var kl. 11:30. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×