Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 11:49 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira