Ronaldo: 2016 hefur verið besta árið mitt á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 17:15 Cristiano Ronaldo vann mikið á árinu 2016. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur átt frábæran feril og mörg mögnuð ár í boltanum. Hann er engu að síður sannfærður um að árið 2016 sé það besta af þeim öllum. Ronaldo er einn af þeim sem kemur til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA en hinir eru Frakkinn Antoine Griezmann og Argentínumaðurinn Lionel Messi. Árið hefur vissulega verið magnað en Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina með Real Madrid, Evrópumeistaratitilinn með Porútugal og loks heimsmeistarakeppni félagsliða með Real Madrid þar sem hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum. „Þetta var líklega besta árið mitt hingað til,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við heimasíðu FIFA. Hann átti frábært ár með Manchester United 2008 og með Real Madrid 2014. Þau þurfa aftur á móti að sætta sig við annað og þriðja sætið. Ronaldo vældi eftir jafnteflið við Ísland í fyrsta leiknum á EM í Frakklandi en seinna kom í ljós að íslenska landsliðið var enginn farþegi á sínu fyrsta Evrópumóti. Portúgalska landsliðið fór síðan alla leið og vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. „Við unnum fyrsta titil Portúgals. Við unnum Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsins. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Ronaldo. „Fólk efast enn um mig, Real Madrid og landsliðið. Nú hafa þau hinsvegar sönnun. Við höfum unnið allt,“ sagði Ronaldo. „Þetta hefur verið stórbrotið ár og ég mjög ánægður með það. Ég vil þakka liðsfélögum mínum, bæði hjá landsliðinu og Real Madrid,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti bætt við enn einni rósinni í hnappagatið 9. janúar næstkomandi en þá verðlaunar FIFA best knattspyrnumann heims á árinu 2016. Ronaldo er sigurstranglegur þótt að það sé alltaf erfitt að ganga framhjá Lionel Messi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur átt frábæran feril og mörg mögnuð ár í boltanum. Hann er engu að síður sannfærður um að árið 2016 sé það besta af þeim öllum. Ronaldo er einn af þeim sem kemur til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA en hinir eru Frakkinn Antoine Griezmann og Argentínumaðurinn Lionel Messi. Árið hefur vissulega verið magnað en Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina með Real Madrid, Evrópumeistaratitilinn með Porútugal og loks heimsmeistarakeppni félagsliða með Real Madrid þar sem hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum. „Þetta var líklega besta árið mitt hingað til,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við heimasíðu FIFA. Hann átti frábært ár með Manchester United 2008 og með Real Madrid 2014. Þau þurfa aftur á móti að sætta sig við annað og þriðja sætið. Ronaldo vældi eftir jafnteflið við Ísland í fyrsta leiknum á EM í Frakklandi en seinna kom í ljós að íslenska landsliðið var enginn farþegi á sínu fyrsta Evrópumóti. Portúgalska landsliðið fór síðan alla leið og vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. „Við unnum fyrsta titil Portúgals. Við unnum Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsins. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Ronaldo. „Fólk efast enn um mig, Real Madrid og landsliðið. Nú hafa þau hinsvegar sönnun. Við höfum unnið allt,“ sagði Ronaldo. „Þetta hefur verið stórbrotið ár og ég mjög ánægður með það. Ég vil þakka liðsfélögum mínum, bæði hjá landsliðinu og Real Madrid,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti bætt við enn einni rósinni í hnappagatið 9. janúar næstkomandi en þá verðlaunar FIFA best knattspyrnumann heims á árinu 2016. Ronaldo er sigurstranglegur þótt að það sé alltaf erfitt að ganga framhjá Lionel Messi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira