60% Bandaríkjamanna vita ekki af tilvist rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 10:37 Chevrolet Bolt. Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent
Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent