60% Bandaríkjamanna vita ekki af tilvist rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 10:37 Chevrolet Bolt. Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Rafmagnsbílar seljast í hlutfallslega litlu magni í Bandaríkjunum og rafmagnsbílaeign þar er langt á eftir Evrópu. Þessi staðreynd kemur ef til vill ekki mikið á óvart í ljósi niðurstaðna könnunar þar vestra sem leiddi í ljós að 60% Bandaríkjamanna þekkja einfaldlega ekki til rafmagnsbíla. Í þessari könnun voru 2.500 manns spurðir og þar kom einnig í ljós að 80% þeirra hafði aldrei komið í rafmagnsbíl, hvað þá ekið slíkum bílum. Mjög margir aðspurðra ætla ekki að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl og nefna helst hátt verð þeirra, fáar hleðslustöðvar og hættu á að verða rafmagnslausir á þjóðvegunum. Engu að síður voru 10% aðspurðra að hugleiða að kaupa rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Af þeim sem höfðu prófað rafmagnsbíl voru 60% aðspurðra mjög hrifnir af þeim, en aðeins 8% ekki hrifnir. Í aldursflokknum 25-34 ára ætluðu 18% aðspurðra að kaupa sér næst rafmagnsbíl, svo öll nótt er ekki úti fyrir rafmagnsbílaframleiðendur í Bandaríkjunum og greinilega rétt að höfða sem mest til ungu kynslóðarinnar. Um 3% aðspurðra áttu rafmagnsbíl. Í könnuninni kom einnig í ljós að 35.000 dollarar var það verð sem fólk er tilbúið að greiða fyrir rafmagnsbíl og helst ekki hærra. Það er á pari við bæði tilvonandi Model 3 bíl Tesla og Chevrolet Bolt bílinn sem er nú af renna af færiböndum Chevrolet.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent