Netverslunin Boohoo er nú að vinna í því að kaupa stóran hluta af Nasty Gal, sem lýsti yfir gjaldþroti núna í vetur. Boohoo sem á rætur að rekja til Manchester á Bretlandi segir að ef þau gætu eignast Nasty Gal mundi það efla fyrirtækið bæði í Bretlandi sem og Bandaríkjunum, þar sem Nasty Gal er upprunalega frá.
Boohoo hefur boðið 20 milljónir dollara í fyrirtækið en ekki er vitað hvort að þeim takist að kaupa. Boohoo keypti vefsíðuna PrettyLittleThings fyrr í desember og því augljóst að framtíðarplön þeirra eru ansi stór.
Boohoo reynir að kaupa Nasty Gal
