Ólíklegt að ný stjórn verði til á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 19:10 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00
Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49
Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32