Randers tapaði fjórða leiknum í röð þegar liðið fékk Esbjerg í heimsókn í 21. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Lokatölur 0-2, Esbjerg í vil.
Guðlaugur Victor Pálsson var að venju í byrjunarliði Esbjerg og lék allan leikinn. Liðið hefur rétt úr kútnum að undanförnu og er komið upp í 12. sæti deildarinnar eftir að hafa fengið átta stig í síðustu fjórum leikjum sínum.
Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem hefur ekki skorað í þremur síðustu leikjum sínum.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers sem er í 4. sæti deildarinnar með 32 stig.
Esbjerg vann Íslendingaslaginn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
