Körfubolti

Bonneau stigahæstur í fyrsta leik sínum fyrir Kanínurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bonneau skoraði 16 stig í aðeins átta skotum.
Bonneau skoraði 16 stig í aðeins átta skotum. vísir/stefán
Stefan Bonneau var stigahæstur í sínum fyrsta leik fyrir Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Bonneau skoraði 16 stig í sigri á Stevnsgade SuperMen, 73-98, á útivelli í dag.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Kanínurnar sem steinlágu fyrir Bakken Bears í síðustu umferð, 41-75.

Bonneau, sem kom til Svendborg frá Njarðvík á dögunum, byrjaði á bekknum en kom sterkur inn og skilaði 16 stigum í aðeins átta skotum.

Axel Kárason stóð einnig fyrir sínu í liði Svendborg; skoraði níu stig og tók fimm fráköst.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem er í 3. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Bonneau orðinn Kanína

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau, sem var látinn fara frá Njarðvík í gær, gæti verið á leið til Svendborg Rabbits í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×