Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-31 | Langþráður sigur Garðbæinga Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 12. desember 2016 21:30 Ólafur Gústafsson skýtur að marki Vals. vísir/stefan Eftir tvo mánuði án sigurs vann Stjarnan loksins leik þegar liðið sótti Val heim í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 26-31, Stjörnunni í vil. Um miðjan fyrri hálfleik benti ekkert til þess að Stjarnan myndi fá neitt út úr leiknum, enda 11-4 undir.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. En frammistaða Stjörnunnar í lok fyrri hálfleiks og öllum seinni hálfleiknum var frábær og liðið verðskuldaði bæði stigin. Fyrstu 16 mínútur leiksins spilaði Stjarnan hins vegar eins og botnlið. Vonleysið virtist skína úr augum leikmanna liðsins sem voru ráðalausir í sókn og sofandi í vörn. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu öfluga framliggjandi vörn og röðuðu inn mörkum á hinum enda vallarins. Þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum kom Anton Rúnarsson Val sjö mörkum yfir, 11-4. Á þeim tímapunkti leit allt út fyrir auðveldan sigur heimamanna. En Valsmenn tóku fótinn af bensíngjöfinni og Stjarnan vann sig inn í leikinn. Sóknin snarbatnaði og með hverju markinu jókst sjálfstraustið. Ari Magnús Þorgeirsson dró vagninn í sókninni og skoraði fjögur mörk á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Stjarnan náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark og fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn fyrri hálfleiks. Það gekk þó ekki og Valur leiddi með einu marki í hálfleik, 14-13. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu forystunni, 14-16. Sóknarleikur Vals var steingeldur í seinni hálfleik gegn sterki Stjörnuvörn. Þá hrökk Sveinbjörn Pétursson í gang í markinu og það var flottur taktur í sóknarleiknum. Á meðan varði Hlynur Morthens varla skot í marki Vals. Þjálfarar liðsins virtust ekki hafa mikla trú á varamarkverðinum, Guðmundi Eyjólfi Kristjánssyni, sem fékk að reyna sig við tvö skot áður en hann var tekinn út af aftur. Stjarnan bætti jafnt og þétt við forystuna og átti svör við öllum varnarafbrigðum Vals. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 26-31, og kærkomin Stjörnusigur staðreynd. Ari Magnús og Hjálmtýr Alfreðsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna. Garðar B. Sigurjónsson skoraði fimm mörk og Starri Friðriksson fjögur úr jafn mörgum skotum. Sveinbjörn varði 16 skot í markinu (42%). Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en þau komu öll úr vítum. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð gegn botnliðum deildarinnar með samtals 12 marka mun og þurfa að hugsa sinn gang fyrir leikinn gegn ÍBV á fimmtudaginn.Óskar Bjarni: Dómgæslan var skrítin Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var ekki sáttur í leikslok, hvorki með sína menn né dómara leiksins. „Við misstum allt saman; vörnina, sóknina og allan pakkann. Þeir fóru að njóta þess að spila og fögnuðu öllu. Svo fannst mér dómgæslan mjög skrítin. Þeir fengu gult spjald á bekkinn og þá snerist þetta algjörlega,“ sagði Óskar Bjarni. „Mér fannst þeir lélegir en það er erfitt að tala um það þegar við vorum svona lélegir sjálfir. Við vorum varla með varinn bolta í seinni hálfleik og það skipti engu hvaða vörn við spiluðum. Þetta var því miður áframhald af Fram-leiknum,“ sagði Óskar Bjarni og vísaði til leiksins í síðustu umferð sem Valur tapaði 30-23. En hefur þetta eitthvað með hugarfarið að gera, þessi tvö slæmu töp fyrir liðum í kjallara deildarinnar? „Það er alltaf hægt að segja það. Þú ert 11-4 yfir og tapar. Þetta er sitt lítt af hverju og auðvitað spilar hugarfarið stóran þátt í öllu,“ sagði Óskar Bjarni. „Við verðum bara að vinna úr þessu. Við lentum í slæmri byrjun og höfum nú tapað tveimur leikjum. Við þurfum að komast aftur á beinu brautina og sem betur fer er leikur aftur á fimmtudaginn.“Einar: Sýndum gríðarlegan karakter Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn vinna langþráðan sigur á Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Garðbæinga frá 13. október. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir Stjörnuna sem var 11-4 undir eftir 16 mínútur. „Manni hefur oft liðið betur en mér fannst góður andi í liðinu. Svo sýndum við gríðarlegan karakter að koma okkur aftur inn í leikinn og sigla svo fram úr. Mér fannst þessi frammistaða endurspegla vinnuna í aðdraganda leiksins,“ sagði Einar. Stjarnan náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og hélt svo áfram á sömu braut í seinni hálfleiknum sem Garðbæingar unnu 18-12. „Menn voru staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið og spila nákvæmlega eins í vörn og sókn. Þetta skilaði okkur góðum úrslitum í dag,“ sagði Einar. Sveinbjörn Pétursson hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í vetur og hann var frábær í seinni hálfleiknum í kvöld. Einar segist þó hafa séð Sveinbjörn spila betur en hann gerði í kvöld. „Þetta var bara ágætis leikur hjá Sveinbirni að mínu mati. Vörnin var frábær í seinni hálfleik sem og Sveinbjörn,“ sagði Einar. „En í ljósi þess hvernig þetta er búið að vera, þá stendur sóknarleikurinn upp úr. Ég tala nú ekki um á móti sennilega sterkasta varnarliði deildarinnar. Það er virkilega öflugt að skora 31 mark á Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Eftir tvo mánuði án sigurs vann Stjarnan loksins leik þegar liðið sótti Val heim í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 26-31, Stjörnunni í vil. Um miðjan fyrri hálfleik benti ekkert til þess að Stjarnan myndi fá neitt út úr leiknum, enda 11-4 undir.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. En frammistaða Stjörnunnar í lok fyrri hálfleiks og öllum seinni hálfleiknum var frábær og liðið verðskuldaði bæði stigin. Fyrstu 16 mínútur leiksins spilaði Stjarnan hins vegar eins og botnlið. Vonleysið virtist skína úr augum leikmanna liðsins sem voru ráðalausir í sókn og sofandi í vörn. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, spiluðu öfluga framliggjandi vörn og röðuðu inn mörkum á hinum enda vallarins. Þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum kom Anton Rúnarsson Val sjö mörkum yfir, 11-4. Á þeim tímapunkti leit allt út fyrir auðveldan sigur heimamanna. En Valsmenn tóku fótinn af bensíngjöfinni og Stjarnan vann sig inn í leikinn. Sóknin snarbatnaði og með hverju markinu jókst sjálfstraustið. Ari Magnús Þorgeirsson dró vagninn í sókninni og skoraði fjögur mörk á síðustu 14 mínútum fyrri hálfleiks. Stjarnan náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark og fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn fyrri hálfleiks. Það gekk þó ekki og Valur leiddi með einu marki í hálfleik, 14-13. Stjörnumenn hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu forystunni, 14-16. Sóknarleikur Vals var steingeldur í seinni hálfleik gegn sterki Stjörnuvörn. Þá hrökk Sveinbjörn Pétursson í gang í markinu og það var flottur taktur í sóknarleiknum. Á meðan varði Hlynur Morthens varla skot í marki Vals. Þjálfarar liðsins virtust ekki hafa mikla trú á varamarkverðinum, Guðmundi Eyjólfi Kristjánssyni, sem fékk að reyna sig við tvö skot áður en hann var tekinn út af aftur. Stjarnan bætti jafnt og þétt við forystuna og átti svör við öllum varnarafbrigðum Vals. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 26-31, og kærkomin Stjörnusigur staðreynd. Ari Magnús og Hjálmtýr Alfreðsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna. Garðar B. Sigurjónsson skoraði fimm mörk og Starri Friðriksson fjögur úr jafn mörgum skotum. Sveinbjörn varði 16 skot í markinu (42%). Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur í liði Vals með fimm mörk en þau komu öll úr vítum. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð gegn botnliðum deildarinnar með samtals 12 marka mun og þurfa að hugsa sinn gang fyrir leikinn gegn ÍBV á fimmtudaginn.Óskar Bjarni: Dómgæslan var skrítin Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var ekki sáttur í leikslok, hvorki með sína menn né dómara leiksins. „Við misstum allt saman; vörnina, sóknina og allan pakkann. Þeir fóru að njóta þess að spila og fögnuðu öllu. Svo fannst mér dómgæslan mjög skrítin. Þeir fengu gult spjald á bekkinn og þá snerist þetta algjörlega,“ sagði Óskar Bjarni. „Mér fannst þeir lélegir en það er erfitt að tala um það þegar við vorum svona lélegir sjálfir. Við vorum varla með varinn bolta í seinni hálfleik og það skipti engu hvaða vörn við spiluðum. Þetta var því miður áframhald af Fram-leiknum,“ sagði Óskar Bjarni og vísaði til leiksins í síðustu umferð sem Valur tapaði 30-23. En hefur þetta eitthvað með hugarfarið að gera, þessi tvö slæmu töp fyrir liðum í kjallara deildarinnar? „Það er alltaf hægt að segja það. Þú ert 11-4 yfir og tapar. Þetta er sitt lítt af hverju og auðvitað spilar hugarfarið stóran þátt í öllu,“ sagði Óskar Bjarni. „Við verðum bara að vinna úr þessu. Við lentum í slæmri byrjun og höfum nú tapað tveimur leikjum. Við þurfum að komast aftur á beinu brautina og sem betur fer er leikur aftur á fimmtudaginn.“Einar: Sýndum gríðarlegan karakter Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sá sína menn vinna langþráðan sigur á Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Garðbæinga frá 13. október. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir Stjörnuna sem var 11-4 undir eftir 16 mínútur. „Manni hefur oft liðið betur en mér fannst góður andi í liðinu. Svo sýndum við gríðarlegan karakter að koma okkur aftur inn í leikinn og sigla svo fram úr. Mér fannst þessi frammistaða endurspegla vinnuna í aðdraganda leiksins,“ sagði Einar. Stjarnan náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og hélt svo áfram á sömu braut í seinni hálfleiknum sem Garðbæingar unnu 18-12. „Menn voru staðráðnir í að halda áfram þar sem frá var horfið og spila nákvæmlega eins í vörn og sókn. Þetta skilaði okkur góðum úrslitum í dag,“ sagði Einar. Sveinbjörn Pétursson hefur verið besti leikmaður Stjörnunnar í vetur og hann var frábær í seinni hálfleiknum í kvöld. Einar segist þó hafa séð Sveinbjörn spila betur en hann gerði í kvöld. „Þetta var bara ágætis leikur hjá Sveinbirni að mínu mati. Vörnin var frábær í seinni hálfleik sem og Sveinbjörn,“ sagði Einar. „En í ljósi þess hvernig þetta er búið að vera, þá stendur sóknarleikurinn upp úr. Ég tala nú ekki um á móti sennilega sterkasta varnarliði deildarinnar. Það er virkilega öflugt að skora 31 mark á Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira