Finnar vilja risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 10:58 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Reno. Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent