Formaður Samfylkingarinnar: „Töluverð vonbrigði“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 15:07 Logi Már og Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag. vísir/anton brink Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það nokkur vonbrigði að óformlegar viðræður flokkanna fimm hafi siglt í strand. Að hans mati þurfti lítið til að flokkarnir næðu saman. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta töluverð vonbrigði. Ég held að þetta hafi verið leysanlegt. Við vorum svona nokkuð sammála um meginhugmyndina og svo átti eftir að útfæra hana. Það stundum snúið en það er alltaf hægt,“ segir Logi. Hann segir að erfiðustu málin hafi verið sjávarútvegsmál og ríkisfjármál, en vildi þó lítið tjá sig um það að öðru leyti. Heimildir fréttastofu herma þó að málin hafi fyrst og fremst strandað á Vinstri grænum. „Það voru einhverjir í hópnum sem töldu sig ekki hafa sannfæringu um að við næðum saman í tveimur þremur málum. Ég taldi hins vegar að þetta væri meira og minna handavinna sem væri eftir og að við höfum séð vel í land. En ég ber auðvitað virðingu fyrir því að hver og einn verður að meta þetta út frá sinni tilfinningu,“ segir Logi. Logi segist binda vonir við að flokkarnir fái nú örlítið svigrúm um stund. „Ég hefði talið að í þessu andrúmi sem er núna að forsetinn ætti kannski að gera það sama og síðast, þegar Birgitta fékk það, að láta þetta svolítið liggja. Menn þurfa pínu að hugsa og ég vil taka það fram að þetta er búið að vera ótrúlega gagnlegt samtal og gott og fært flokkana dálítið nálægt hvor öðrum og meiri skilning á stefnu hvers annars.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það nokkur vonbrigði að óformlegar viðræður flokkanna fimm hafi siglt í strand. Að hans mati þurfti lítið til að flokkarnir næðu saman. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta töluverð vonbrigði. Ég held að þetta hafi verið leysanlegt. Við vorum svona nokkuð sammála um meginhugmyndina og svo átti eftir að útfæra hana. Það stundum snúið en það er alltaf hægt,“ segir Logi. Hann segir að erfiðustu málin hafi verið sjávarútvegsmál og ríkisfjármál, en vildi þó lítið tjá sig um það að öðru leyti. Heimildir fréttastofu herma þó að málin hafi fyrst og fremst strandað á Vinstri grænum. „Það voru einhverjir í hópnum sem töldu sig ekki hafa sannfæringu um að við næðum saman í tveimur þremur málum. Ég taldi hins vegar að þetta væri meira og minna handavinna sem væri eftir og að við höfum séð vel í land. En ég ber auðvitað virðingu fyrir því að hver og einn verður að meta þetta út frá sinni tilfinningu,“ segir Logi. Logi segist binda vonir við að flokkarnir fái nú örlítið svigrúm um stund. „Ég hefði talið að í þessu andrúmi sem er núna að forsetinn ætti kannski að gera það sama og síðast, þegar Birgitta fékk það, að láta þetta svolítið liggja. Menn þurfa pínu að hugsa og ég vil taka það fram að þetta er búið að vera ótrúlega gagnlegt samtal og gott og fært flokkana dálítið nálægt hvor öðrum og meiri skilning á stefnu hvers annars.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Fundinum frestað um stund að beiðni VG Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um eina klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. 12. desember 2016 11:59