Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 15:36 Línur ættu að skýrast á fundi formannanna. vísir/stefán Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira