Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 16:51 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira