Sigurður Ingi vill helst mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 22:42 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26