MAX1 gaf Krabbameinsfélaginu 1,7 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 16:00 Við afhendingu gjafarinnar. MAX1 Bílavaktin afhenti í dag, ásamt fulltrúum finnska dekkjaframleiðandans Nokian tires, Krabbameinsfélagi Íslands 1,7 milljóna króna styrk. Hluti söluágóða Nokian dekkja sem seld voru hjá MAX1 í október og nóvember síðastliðnum rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. „Þetta er í þriðja sinn sem MAX1 og Bleika slaufan ganga til samstarfs og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið frá upphafi, jafnt hjá viðskiptavinum sem og starfsmönnum. Það er okkur mikilvægt að taka þátt í svona verkefni og vekja um leið athygli á þörfu málefni. Til viðbótar er skemmtilegt frá því að segja að Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir erfiðar aðstæður sem við þekkjum hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
MAX1 Bílavaktin afhenti í dag, ásamt fulltrúum finnska dekkjaframleiðandans Nokian tires, Krabbameinsfélagi Íslands 1,7 milljóna króna styrk. Hluti söluágóða Nokian dekkja sem seld voru hjá MAX1 í október og nóvember síðastliðnum rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. „Þetta er í þriðja sinn sem MAX1 og Bleika slaufan ganga til samstarfs og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið frá upphafi, jafnt hjá viðskiptavinum sem og starfsmönnum. Það er okkur mikilvægt að taka þátt í svona verkefni og vekja um leið athygli á þörfu málefni. Til viðbótar er skemmtilegt frá því að segja að Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á eins og kannanir hafa sýnt fram á. Nokian hefur sérhæft sig í framleiðslu dekkja fyrir erfiðar aðstæður sem við þekkjum hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að mismunur á hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent