Lúxusjeppasprengja í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 09:43 Sala Volvo XC90 jeppans hefur vaxið um 163% í ár. Sala jeppa frá lúxusbílaframleiðendum hefur aldrei verið eins mikil í Evrópu og í ár. Sala slíkra bíla hefur vaxið um þriðjung frá því í fyrra og er þá miðað við tölur fram að október. Heildarsalan hefur náð 185.000 bílum. Langmesta aukningin hefur orðið í sölu á Volvo XC90 jeppanum, eða um 163% milli ára og nemur sala hans 26.860 bílum. Fyrir vikið hefur Volvo XC90 stokkið uppí annað sætið í sölu lúxusjeppa í álfunni, en þar trónir á toppnum BMW X5 jeppinn með 28.601 selda bíla. Sala BMW X5 hefur aðeins vaxið um 1% á milli ára. JATO, sem heldur utan um sölutölur í Evrópu býst fastlega við því að Volvo XC90 jeppinn verði söluhæsti lúxusjeppi álfunnar í ár þegar sölutölur síðustu þriggja mánaða ársins eru komnar í hús. Annar jeppi sem selst hefur miklu betur í ár en í fyrra er Audi Q7 jeppinn sem kynntur var af nýrri kynslóð í ár. Hann hefur selst í 24.535 eintökum og salan vaxið um 83% á milli ára. Hann er því í þriðja sæti. Mercedes Benz GLE er í fjórða sæti með 22.409 selda bíla og 35% aukningu. Það vekur athygli að hinn gamli Land Rover Discovery selst áfram mjög vel og hefur sala hans vaxið um 27% í ár. Ef öll jeppasala Land Rover og Range Rover er talin saman er fyrirtækið með forystuna í seldum bílum því samanlögð sala Discovery, Range Rover og Range Rover Sport er 44.131 bíll. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Sala jeppa frá lúxusbílaframleiðendum hefur aldrei verið eins mikil í Evrópu og í ár. Sala slíkra bíla hefur vaxið um þriðjung frá því í fyrra og er þá miðað við tölur fram að október. Heildarsalan hefur náð 185.000 bílum. Langmesta aukningin hefur orðið í sölu á Volvo XC90 jeppanum, eða um 163% milli ára og nemur sala hans 26.860 bílum. Fyrir vikið hefur Volvo XC90 stokkið uppí annað sætið í sölu lúxusjeppa í álfunni, en þar trónir á toppnum BMW X5 jeppinn með 28.601 selda bíla. Sala BMW X5 hefur aðeins vaxið um 1% á milli ára. JATO, sem heldur utan um sölutölur í Evrópu býst fastlega við því að Volvo XC90 jeppinn verði söluhæsti lúxusjeppi álfunnar í ár þegar sölutölur síðustu þriggja mánaða ársins eru komnar í hús. Annar jeppi sem selst hefur miklu betur í ár en í fyrra er Audi Q7 jeppinn sem kynntur var af nýrri kynslóð í ár. Hann hefur selst í 24.535 eintökum og salan vaxið um 83% á milli ára. Hann er því í þriðja sæti. Mercedes Benz GLE er í fjórða sæti með 22.409 selda bíla og 35% aukningu. Það vekur athygli að hinn gamli Land Rover Discovery selst áfram mjög vel og hefur sala hans vaxið um 27% í ár. Ef öll jeppasala Land Rover og Range Rover er talin saman er fyrirtækið með forystuna í seldum bílum því samanlögð sala Discovery, Range Rover og Range Rover Sport er 44.131 bíll.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent