Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 06:00 Janus Daði hefur farið mikinn. vísir/anton Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn