Rafbíllinn Lucid EV er með 650 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 10:13 Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent