Langtímaspáin nær nú til aðfangadags Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 10:28 Langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær nú til aðfangadags. Vísir/Vilhelm Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Sjá meira
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Sjá meira