Hörundsár Trump í hár við Vanity Fair vegna umsagnar um veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 16:00 Donald Trump og Graydon Carter. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira