Innflytjandi á Alþingi segir innflytjendur geta gert gagn í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 21:15 Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar. Alþingi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar.
Alþingi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira