Akstur Volvo bíla Uber bannaður eftir umferðarlagabrot Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 09:18 Volvoinn frá Uber ekur hér yfir á rauðu ljósi. Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Í vikunni setti leigubílafyrirtækið Uber flota af sjálfkeyrandi Volvo XC90 bílum á göturnar í Kaliforníu og vakti það athygli fjölmiðla. Það vakti því ekki síður athygli í gær að yfirvöld bönnuðu Uber að nota bílana þar til að tilheyrandi leyfi væri í lagi. Hvort að ástæðan hafi verið sú að í gær náðist myndband af einum bíla Uber að aka yfir á rauðu ljósi við gangbraut skal ósagt látið, en tímaröðin er athyglisverð í þessu ljósi. Í yfirlýsingu frá Uber er bílstjóranum kennt um, en hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: “Atvik þetta var vegna mannlegra mistaka. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við trúum að sjálfkeyrandi bílar auka umferðaröryggi. Þessi tiltekni bíll var ekki hluti af kynningarprógramminu og var ekki með farþega innanborðs. Ökumaður bílsins hefur verið sendur í leyfi á meðan að rannsókn stendur yfir.” Þessi grein birtist fyrst á billinn.is
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent