Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 12:00 Guðmundur Árni Ólafsson skorar í leiknum í gær. Vísir/Ernir Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu. Olís-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. Handboltaáhugafólk á Íslandi fékk að kynnast því í gær hvernig það er að fá tölfræðiupplýsingar um leiki í Olís-deild karla. Hbstatz-síðan bauð þá upp á fría tölfræðilýsingu á stórleik FH og Hauka í síðustu umferð Olís-deildarinnar. Hér hefur íslenskur handboltaáhugamaður útbúið aðgengilega síðu þar sem nálgast má helstu tölfræðiupplýsingar bæði á meðan leik stendur sem og eftir hann. Hbstatz hefur jafnframt fóðrað áhugasama á Twitter-síðu sinni sem skemmtilegum staðreyndum sem lesa má úr tölfræðinni. Þar má meðal annars, auk allra helstu tölfræðiþátta í handbolta, sjá tölfræðieinkunn leikmanna til að finna út hverjir stóðu sig best í vörn og hverjir stóðu sig best í sókn. Skotnýting, stoðsendingar, varin skot, stolnir boltar, tapaðir boltar og sköpuð skotfæri. Allt þetta og miklu meira má nú sjá frá leik FH og Hauka frá því í gærkvöldi. Hér má sjá tölfræði leiksins. Það er ljóst að samstarf á milli Handknattleikssambands Íslands og Hbstatz er liggur við mikilvægara en að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Handboltinn þarf nauðsynlega að koma inn í nútímann og bjóða handboltaáhugafólki upp á traustar og haldgóðar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í leikjum Olís-deildanna.Haukar fá rautt og FH 2 mín á 39 mín, 2 mín síðar (7 á 7) kemur 7 mín kafli sem Haukar vinna 6-2. #handbolti#olisdeildin#greiningardeildinpic.twitter.com/2sc3JFqaVS — HBStatz (@HBSstatz) December 16, 2016 Það er hægt að nálgast tölfræði flestra deildra í Evrópu á auðveldan hátt og hafa þýska, danska og sænska deildin öll tekist stór skref í að auka upplýsingaflæði sitt á síðustu árum. Hér erum við með íslenskt handboltaforrit sem hefur meira að segja komið fram með nýjungar eins og „löglegar stöðvanir“ sem hjálpa til að meta frammistöðu leikmanna í vörn. Hbstatz-forritið hefur verið í þróun síðustu mánuði og þótt að lengi megi gott bæta þá er enginn vafi á því að það er tilbúið í það verkefni að halda utan um tölfræði handboltaleikja á Íslandi. Það hefur verið pressa á Handknattleikssambands Íslands að koma með tölfræðiforrit í miklu meira en áratug en einu viðbrögð sambandsins er að segja að þetta sé í vinnslu eða að þetta sé mögulega að detta inn fyrir næstu úrslitakeppni. Eftir að hafa heyrt sömu fátæklegu svörin í áratug er nokkuð ljóst að HSÍ þarf á hjálp að halda. Þeir eru týndir upp á fjöllum þegar kemur að tölfræði handboltans. Björgunarsveitin Hbstatz er sem betur fer á svæðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira