Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. desember 2016 18:45 Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27