Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. desember 2016 18:45 Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27