Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. desember 2016 18:45 Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27