Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. desember 2016 20:00 Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent. Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent.
Jólafréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira