Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Þórunn Egilsdóttir var annar þingforseti á síðasta þingi. Þeir sem voru á undan henni í röðinni, Einar K. Guðfinnsson og Kristján Möller, eru hættir á þingi og því gegnir hún embættinu þangað til nýr þingforseti verður kosinn. Vísir/Pjetur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira