Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:00 Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð í gær. Vísir/Ernir Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20. Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20.
Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32