Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:54 Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn. Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15