10 áreiðanlegustu bílarnir vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 09:49 Toyota Prius er áreiðanlegasti bíllinn sem seldur er í Bandaríkjunum. Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent
Árlega birtir Consumer Reports lista yfir áreiðanleika þeirra bíla sem seldir eru í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hafa japanskir bílar, einna helst framleiddir af Toyota eða Lexus verið áberandi í efstu sætum listans og engin undantekning er á því í ár. Efstur á blaði er Toyota Prius opg Lexus CT-200 þar á eftir. Næstu 8 bílar þar á eftir eru Infinity Q70, Audi Q3, Lexus GX jeppinn, Lexus GS fólksbíllinn, Mercedes Benz GLC, Chevrolet Cruze, Audi Q7 jeppinn og Toyota 4Runner, sem einnig er jeppi. Því eru 5 bílar af efstu 10 bílar framleiddir af Toyota eða lúxusbíladeild þeirra, Lexus. Aðeins einn bíll er frá bandarískum bílaframleiðanda, þ.e. Chevrolet Cruze. Þýskir bílaframleiðendur eiga 3 fulltrúa en japanskir alls 6. Í könnun Consumer Reports eru bílarnir vegnir með tilliti til 17 þátta sem áberandi eru hvað bilanir varða í bílum og kannar Consumer Reports bílana sjálfir en einnig eru upplýsingar fengnir frá eigendum bíla í Bandaríkjunum.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent