Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 18:33 Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09