Lokka fólk með ljúfum serenöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2016 11:30 Kvöldlokkur á jólaföstu er árviss viðburður og Einar Jóhannesson er meðal þeirra sem spilar á þeim tónleikum í kvöld í 36. sinn. Visir/GVA „Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp