VW e-Golf úr 133 í 200 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:21 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíllinn. Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent