120 BMW bílar ónýtir eftir lestarslys Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 12:15 Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent