Handbolti

Kristianstad gerði jafntefli í síðasta Meistaradeildarleiknum á árinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk.
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk. vísir/epa
Íslendingaliðið Kristianstad gerði jafntefli, 29-29, við Meshkov Brest í síðasta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu á þessu ári.

Meshkov Brest vann fyrri leik liðanna í Hvíta-Rússlandi, 32-27, en sænsku meistararnir náðu í stig á heimavelli í kvöld.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad og fékk auk þess tvær tveggja mínútna brottvísanir.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk og fékk eina brottvísun. Arnar Freyr Arnarsson var ekki á meðal markaskorara Kristianstad en lét reka sig einu sinni af velli.

Kristianstad er í 7. sæti B-riðils með fjögur stig. Næsti leikur liðsins í Meistaradeildinni er gegn Celje 8. febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×