Tvöfaldur sigur Audi í síðasta þolakstrinum Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 10:10 Audi vann tvöfalt í Bahrain og kvaddi með því þolakstur í bili. Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Audi að hætta alfarið í þolakstursmótaröðinni. Síðast keppni yfirstandandi keppnistímabils var hinsvegar í Bahrain um helgina og þar gerði Audi sér lítið fyrir og skilaði tveimur bílum sínum í efstu sætin og því má segja að síðasta keppni Audi í þolakstri í bili hafi verið ánægjuleg. Audi hafði hinsvegar ekki heildarsigur í keppnisröðinni í ár. Lucas di Grassi sem skilaði Audi bíl í fyrsta sæti með 16 sekúndna forystu á annan bíla Audi, sem ekið var af Marcel Fassler. Í þriðja sæti varð síðan Porsche bíll sem ekið var lokahringina af Mark Webber og varð hann 1:17 mínútum á eftir forystubílnum. Aðrir ökumenn hans voru hinsvegar Timo Bernhard og Brendon Hartley. Í sjötta sæti varð hinsvegar annar Porsche bíll, með þá Neel Jani, Romain Dumas og Marc Lieb, undir stýri og það sæti dugði þeim til að vinna heildarsigur í stigakeppni mótaraðarinnar í ár. Það var Toyota sem átti bílinn í öðru sæti í keppninni í ár með ökumennina Sebastian Buemi, Anthony Davidson og Kazuki Nakajima við stýrið. Þeir þremenningar hefðu þurft að ná efsta sæti í keppninni um helgina til að eiga séns á heildarsigri í ár, en það tókst ekki. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent
Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Audi að hætta alfarið í þolakstursmótaröðinni. Síðast keppni yfirstandandi keppnistímabils var hinsvegar í Bahrain um helgina og þar gerði Audi sér lítið fyrir og skilaði tveimur bílum sínum í efstu sætin og því má segja að síðasta keppni Audi í þolakstri í bili hafi verið ánægjuleg. Audi hafði hinsvegar ekki heildarsigur í keppnisröðinni í ár. Lucas di Grassi sem skilaði Audi bíl í fyrsta sæti með 16 sekúndna forystu á annan bíla Audi, sem ekið var af Marcel Fassler. Í þriðja sæti varð síðan Porsche bíll sem ekið var lokahringina af Mark Webber og varð hann 1:17 mínútum á eftir forystubílnum. Aðrir ökumenn hans voru hinsvegar Timo Bernhard og Brendon Hartley. Í sjötta sæti varð hinsvegar annar Porsche bíll, með þá Neel Jani, Romain Dumas og Marc Lieb, undir stýri og það sæti dugði þeim til að vinna heildarsigur í stigakeppni mótaraðarinnar í ár. Það var Toyota sem átti bílinn í öðru sæti í keppninni í ár með ökumennina Sebastian Buemi, Anthony Davidson og Kazuki Nakajima við stýrið. Þeir þremenningar hefðu þurft að ná efsta sæti í keppninni um helgina til að eiga séns á heildarsigri í ár, en það tókst ekki.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent