Samskipti við Bretland í aðalhlutverki á fundi EFTA-ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 13:03 Utanríkisráðherra ásamt hinum ráðherrum EFTA-ríkjanna Vísir/EFTA Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs. Brexit Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs.
Brexit Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira