Katrín um stjórnarmyndunarviðræður: „Hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2016 19:11 Það skýrist fyrir helgi hvort að takist að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum. Fulltrúar flokkanna hafa fundað síðustu daga og á morgun munu formenn flokkanna hittast og fara yfir stöðuna. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboð sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður á milli VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni. Það er búið að vera að vinna í málefnahópum í allan dag. Við erum núna að fara yfir niðurstöðu dagsins á vettvangi þingflokka, svo væntum við þess að formenn fundi á morgun,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í landKatrín segir að í ljós hafi komið eftir samtal við sérfræðinga að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var og það muni hafa sín áhrif á viðræðurnar. Rætt hefur verið um að skattamál muni reynast helsta deilumálið í viðræðunum. Katrín segir að í ljós muni koma á næstu dögum hvort takist að ná málamiðlun á milli flokkanna varðandi skattamál. „Það er of snemmt að segja til um það en við verðum á fullu áfram næstu daga þannig að þetta ætti að skýrast á næstu dögum,“ sagði Katrín.Tekst ykkur að komast á þann stað fyrir helgina að þið finnið að þetta sé að ganga eða ekki.„Já, við komumst á þann stað fyrir helgi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Það skýrist fyrir helgi hvort að takist að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum. Fulltrúar flokkanna hafa fundað síðustu daga og á morgun munu formenn flokkanna hittast og fara yfir stöðuna. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboð sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður á milli VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni. Það er búið að vera að vinna í málefnahópum í allan dag. Við erum núna að fara yfir niðurstöðu dagsins á vettvangi þingflokka, svo væntum við þess að formenn fundi á morgun,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í landKatrín segir að í ljós hafi komið eftir samtal við sérfræðinga að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var og það muni hafa sín áhrif á viðræðurnar. Rætt hefur verið um að skattamál muni reynast helsta deilumálið í viðræðunum. Katrín segir að í ljós muni koma á næstu dögum hvort takist að ná málamiðlun á milli flokkanna varðandi skattamál. „Það er of snemmt að segja til um það en við verðum á fullu áfram næstu daga þannig að þetta ætti að skýrast á næstu dögum,“ sagði Katrín.Tekst ykkur að komast á þann stað fyrir helgina að þið finnið að þetta sé að ganga eða ekki.„Já, við komumst á þann stað fyrir helgi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03