Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Snærós Sindradóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 23. nóvember 2016 00:01 Katrín Jakobsdóttir segir flokkinn opinn fyrir því að ræða hærri hátekjumörk en 1,5 milljónir króna. Öll slík mörk séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. vísir/eyþór Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03