Sænska söngkonan var stödd á verðlaunahátíð í Ástralíu á dögunum þegar hún kom fram á sviðinu klædd í gegnsæjann kjól með útsaumuðum eggjastokkum. Kjóllinn er eftir hönnuðinn Emelie Janrell en Tove klæddist svo hvítum hermannaskóm við.
Kjóllinn hefur heldur betur slegið í gegn en hún er þekkt fyrir að syngja um kynlíf á opinn máta í lögunum sínum. Hún er mikill feministi og vill opna umræðuna um kynhvöt og líkama kvenna á uppbyggjandi hátt.
Nýjasta platan hennar ber heitið "Lady Wood" sem er bein vísun í kynfærahár kvenna. Vægast sagt skemmtilegt val hjá söngkonunni og við fylgjumst spenntar með næsta kjóla vali hennar.

