Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 18:00 Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. vísir/stefán Píratar segja það „mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn,“ eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata fyrir stundu. Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi tekið þátt í viðræðunum af fullum heilindum. Þar segir jafnframt að ekkert af áherslumálum Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. „Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun.“ Þá hrósa Píratar Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, fyrir verkstjórn sína í viðræðum. Segja Píratar að vinna viðstjórnarmyndun haldu áfram og traust þeirra á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skrefa sé mikið.Yfirlýsing þingflokks Pírata í heild sinni„Píratar hafa af fullum heilindum og samstarfsvilja tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Það eru mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn.Stefnumálum Pirata var fyrir kosningar skipt upp í áherslumál og framtíðarsýn, ásamt því að málefni sem kosið er um og tilheyrandi greinargerðir eru aðgengilegar almenningi. Það er ánægjulegt að okkur hafi tekist að vinna að málamiðlunum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslumálum Pírata.Tilraunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnumál sem ekki voru sett á oddinn fyrir kosningar hafa verið áhugaverðar, en það var aldrei ætlun Pírata að láta stefnumál byggð á ákvæðum nýrrar stjórnarskrár koma í veg fyrir samstarf við aðra flokka í stjórnarmyndun.Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi þess að niðurstöður kosninga hafa verið túlkaðar sem ákall um breiða samstöðu og samstarfsvilja þvert á hið pólitíska landslag.Verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur í þessari vinnu hefur verið til fyrirmyndar og vilja Píratar koma á framfæri þakklæti fyrir gott samtarf.Vinnan við stjórnarmyndun heldur áfram og traust okkar er mikið á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Píratar segja það „mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn,“ eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata fyrir stundu. Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi tekið þátt í viðræðunum af fullum heilindum. Þar segir jafnframt að ekkert af áherslumálum Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. „Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun.“ Þá hrósa Píratar Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, fyrir verkstjórn sína í viðræðum. Segja Píratar að vinna viðstjórnarmyndun haldu áfram og traust þeirra á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skrefa sé mikið.Yfirlýsing þingflokks Pírata í heild sinni„Píratar hafa af fullum heilindum og samstarfsvilja tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Það eru mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn.Stefnumálum Pirata var fyrir kosningar skipt upp í áherslumál og framtíðarsýn, ásamt því að málefni sem kosið er um og tilheyrandi greinargerðir eru aðgengilegar almenningi. Það er ánægjulegt að okkur hafi tekist að vinna að málamiðlunum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslumálum Pírata.Tilraunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnumál sem ekki voru sett á oddinn fyrir kosningar hafa verið áhugaverðar, en það var aldrei ætlun Pírata að láta stefnumál byggð á ákvæðum nýrrar stjórnarskrár koma í veg fyrir samstarf við aðra flokka í stjórnarmyndun.Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi þess að niðurstöður kosninga hafa verið túlkaðar sem ákall um breiða samstöðu og samstarfsvilja þvert á hið pólitíska landslag.Verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur í þessari vinnu hefur verið til fyrirmyndar og vilja Píratar koma á framfæri þakklæti fyrir gott samtarf.Vinnan við stjórnarmyndun heldur áfram og traust okkar er mikið á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41