Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 19:04 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47
Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00
Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05