Handbolti

Patti um bróður sinn: Forsetinn er íþróttasinnaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, segir að Íslendingar hafi úr mun stærri hópi atvinnumanna að velja en hann gerir í Austurríki.

„Ísland á 42 atvinnumenn síðast þegar ég skoðaði en Austurríki er með 8-10 atvinnumenn,“ sagði Patrekur en Austurríki er eins og Ísland að berjast um að komast á EM 2018.

Austurríki er í riðli með Spáni, Bosníu og Finnlandi og vonast Patrekur til að komast áfram úr riðlinum.

„Það er markmið mitt sem þjálfari að komast áfram og gera það svo aftur fyrir HM 2019,“ segir hann en Patrekur en Austurríki verður einn þriggja gestgjafa EM 2020.

„Þá verð ég vonandi búinn að fara á fimm stórmót með Austurríki og þá verður fínt að hætta.“

Hann segir að eftir því sé tekið hversu vel Íslandi gengur á alþjóðavettvangi í boltaíþróttum eins og handbolta.

„Ég vona að það haldi áfram. Það á að setja fullan kraft í íþróttirnar á Íslandi. Svo er líka ágætt að bróðir minn er forseti og hann er íþróttasinnaður, sem er gott,“ sagði Patrekur í léttum dúr en bróðir hans, Guðni Th. Jóhannesson, var kjörinn forseti Íslands fyrr á þessu ári sem kunnugt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×