Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 16:06 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07